Fróðlegt sunnudagaskólanámskeið

Biskupsstofa stóð fyrir námskeiði um sunnudagaskólastarf fimmtudaginn 13. september í Glerárkirkju. Þar var farið yfir það efni sem sunnudagaskólaleiðbeinendum stendur til boða að nota, kennd ný gospellög og ýmislegt fleira rætt varðandi barnastarf kirkjunnar. Námskeiðið sóttu prestar, starfsfólk og sjálfboðaliðar úr kirkjum á Norðurlandi. Hér á vef Glerárkirkju er hægt að skoða nokkrar myndir.

Skoða myndir.