Friðarloginn

Frá afhendingu Friðarlogans 2011 í Glerárkirkju
Frá afhendingu Friðarlogans 2011 í Glerárkirkju
Friðarloginn frá Betlehem logar á aðventunni í Glerárkirkju. Landsgildi St. Georgsgildanna á Íslandi og Bandalag íslenskra skáta hafa unnið saman að verkefninu Friðarloginn undanfarin ár. Það sem gerir Friðarlogann sérstakan er sú staðreynd að hann hefur logað óslitið frá því hann var tendraður í fæðingarkirkju Krists í Betlehem. Öllum er velkomið að koma við í Glerárkirkju og fá "afleggjara" af loganum.
Glerárkirkja er ein kirkja af mörgum í heiminum sem taka þátt í þessu verkefni. Þessi saga hefst í byrjun desembermánaðar 1986. Nokkrir skátar leggja leið sína frá Austurríki til Betlehem. Á bak við ferðina standa austurríska útvarpið og skátahreyfingin þar í landi. Þetta er friðarför.

Sjá nánar í frétt á kirkjan.is frá síðasta ári.