Frásögn frá umræðukvöldi 7

Í haust hefur Eyjafjarðar-  og Þingeyjarprófastsdæmi staðið fyrir samræðukvöldum um trúna á Krist, guðspjöllin og nútímann. Kvöldin hafa að jafnaði hafist á tveggja manna tali og svo var einnig miðvikudagskvöldið 16. nóv., en þá ræddu dr. Ragnheiður Harpa Arnardóttir og sr. Gunnar Jóhannesson um sjöunda kaflann í bók páfa, en sá kafli hefur yfirskriftina ,,Boðskapur dæmisagnanna“. Á vef prófastsdæmisins má finna nokkra punkta úr tveggja manna tali kvöldsins.