Framtíð kirkjunnar á landsbyggðinni!

Framtíðarhópur kirkjuþings býður til málþings um framtíð kirkjunnar á landsbyggðinni. Fjórir frummælendur munu ræða um hlutverk, verkefni og aðstæður kirkjunnar

Halldór Guðmundsson: Kirkjan í velferðinni á landsbyggðinni.
Kristín Ástgeirsdóttir: Kirkjan á landsbyggðinni og jafnrétti
Arna Ýrr Sigurðardóttir: Kirkjan í þéttbýli á landsbyggðinni.
Þorgrímur Daníelsson; Kirkjan í sveitinni á landsbyggðinni.

Stutt viðbrögð verða við hverju erindi og að því loknu verða almennar umræður. Allt áhugafólk um kirkju og kristni á landsbyggð er boðið velkomið á málþingið. Aðgangur er ókeypis.

Málþingið verður haldið í Glerárkirkju, laugardaginn 2. júní, kl. 12-15.

Súpa og kaffi verða í boði á vægu verði.