Fræðslumynd um Vísindakirkjuna á RÚV í kvöld

Við hér í Glerárkirkju bendum fólki á fræðslumynd sem nefnist Vísindakirkjan - Sannleikurinn um lygina sem verður sýnd á RÚV kl. 22:15 í kvöld. Hér er um heimildamynd um Vísindakirkjuna og aðferðirnar sem notaðar eru til þess að lokka fólk í hana og halda því þar. Sr. Þórhallur Heimisson bloggar af þessu tilefni um þennan trúarhóp og segir meðal annars:

Heitið Scientology sem er hið erlenda nafn Vísindakirkjunnar,  er sett saman úr latneska orðinu scio er merkir að vita og gríska orðinu logos sem þýðir nám auk margs annars.

 Lesa meira á blogsíðu Þórhalls.