Fræðslukvöld í Glerárkirkju miðvikudaginn 26. okt. kl. 20

Dr. Bjarni Guðleifsson kynnir nýja bók sína Öreindir, alheimurinn og lífið ? og Guð. Í þessari bók sinni takast náttúrufræðingurinn og trúmaðurinn á við nýjar kenningar og þekkingu um öreindir, alheiminn og lífið. Þetta er framhald af síðasta fræðslukvöldi þar sem fengist var við hvernig talað er um Guð og hvar á að byrja eftir bók Rob Bell Það sem við tölum um þegar við tölum um Guð. Í þessari bók kynnir Bjarni hugmyndir manna um öreindirnar og alheiminn og veltir því fyrir sér hvernig samræma má þessar kenningar og þekkingu guðstrú.

Hér má nálgast Auglýsinguna á Pdf-form

Auglýsing