Fræðslukvöld 8. mars í Glerárkirkju

Í erindinu eru samskipti kirkna á Íslandi til umfjöllunnar og áhrif siðbótarinnar á deilur og umræðu þeirra á milli. Samkirkjulega hreyfingin á 20. og 21. öld er skoðuð þar sem kirkjur hafa nálgast í skilningi á trú og þjónustu í heiminum. Hver er staða þlóðkirkjunnar í fjölhyggjusamfélagi og hvaða framtíð á hún sem evangelisk kirkja meðal annarra kirkjudeilda?

María Ágústsdóttir er héraðsprestur í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra en þjónar Háteigssöfnuði um þessar mundir. Á síðasta ári lauk hún doktorsprófi frá Háskóla Íslands um samkirkjuleg málefni sem er hennar helsta rannsóknar- og áhugasvið. María er formaður Samstarfsnefndar kristinna trúfélaga á Íslandi og leiðir starf Alþjóðlegs bænadags kvenna hérlendis. Einnig á hún sæti í Samkirkjunefnd þjóðkirkjunnar og starfaði um tíma með Samráðsvettvangi trúfélaga.