Fræðlukvöld byrja 3. febrúar um íhugun, bæn og föstu

Margir taka þátt í mannrækt og sjálfshjálparhópum sem iðka ýmis konar andlegar æfingar. Oft leita menn langt yfir skammt því að kjarni kristinnar trúar er bænaiðkun, hugleiðsla og lífsleikni. Á þessu námskeiði verður (1) leiðbeint og æfð bæn eins og Jesús kenndi hana. (2) Gengið í föstu sem er þjálfun í lífsleikni. (3) Kyrrðarbæn kennd og æfð en hún á rætur að rekja til trúariðkunnar í klaustrunum.

Kvöldin byrja með fyrirlestri kl. 20, síðan er kaffihlé um kl. 21 og eftir þær umræður. Að þessu sinni verður tekin góð stund inni í kirkju til bæna- og íhugunar í góðu og friðsælu umhverfi.

Íhugun, bæn og fasta