Foreldramorgnar nú á þriðjudagsmorgnum

Sú breyting hefur verið gerð á dagskrá Glerárkirkju að foreldramorgnar eru nú á þriðjudagsmorgnum. Þangað er foreldrum, forráðafólki, já öfum og ömmum með ung börn boðið. Dagskráin samanstendur fyrst og fremst af samtali í notalegu umhverfi þar sem veitinga er notið af morgunverðarhlaðborði. Á meðan sofa börnin úti eða inni í vagni eða leika sér á gólfinu. Mjög gott aðgengi og aðstaða er í safnaðarsal Glerárkirkju fyrir hópa sem þennan og öll þau sem það vilja þiggja hjartanlega velkomin.

Umsjón með foreldramorgnunum hefur sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir og gefur hún nánari upplýsingar í síma 464 8802 eða 864 8456.

Auglýsing til útprentunar.