Foreldramorgnar í Glerárkirkju

Fimmtudagsmorgnar eru foreldramorgnar í Glerárkirkju. Þá hittast ríflega 30 foreldrar með lítil börn á samverustund í safnaðarsalnum þar sem tíminn er fljótur að líða við leik og spjall auk þess sem rómað morgunverðarhlaðborð Rósu ráðskonu svíkur engan. Allir eru velkomnir á foreldramorgna í kirkjunni.