Foreldramorgnar í Glerárkirkju

Næstkomandi fimmtudag, 1. apríl (Skírdagur) fellur foreldramorgunn niður en dagskráin á vorönn verður sem hér segir: 8. apríl : Svefnleysi barna. Klara Jenný og Helga Kristín, hjúkrunarfræðinemar við Háskólann á Akureyri annast fræðsluna.

15. apríl: Líðan kvenna eftir fæðingu. Valborg og Inga Berglind, hjúkrunarfræðinemar við Háskólann á Akureyri annast fræðsluna.

22. apríl: Sumardagurinn fyrsti, enginn foreldramorgunn

29. apríl: Málþroski barna: Katrín Eva, Kristjana og Anna Rún, hjúkrunarfræðinemar við Háskólann á Akureyri annast fræðsluna.

6. maí: ,,Mataræði ungbarna fyrstu árin" Kynning frá Baby North ehf. á samnefndri bók og vörum frá Annabel Karmel.

13. maí: Uppstigningardagur, enginn foreldramorgunn.

20. maí: Síðasti foreldramorguninn í vetur. Sóknin bíður foreldrum sem komið hafa í vetur upp á grillaðar pylsur við kirkjuna.

ATH: Foreldramorgnar hefjast aftur að sumarfríi loknu fimmtudaginn 2. september.

Allir foreldrar með ung börn eru velkomnir.

Þá daga sem fræðsla er, á hún sér stað milli kl. 10:40 og 11:00, en húsið er opið hvern fimmtudag fyrir foreldra eins og ofangreind dagskrá gefur til kynna milli kl. 10:00 og 12:00.