Foreldramorgnar hefjast aftur þriðjudaginn 15. janúar

Foreldramorgnar hefjast aftur þriðjudaginn 15. janúar 2013. Þeir verða alla þriðjudaga á vorönn frá kl. 10:00 til 12:00. Umsjón með foreldramorgnunum hefur sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir. Á þessum fyrsta foreldramorgni verður skyndihjálparfræðsla á dagskránni og hvetjum við foreldra ungra barna til að fjölmenna.