Foreldramorgnar hefjast að nýju

Á fimmtudagsmorgnum frá 10:00 til 12:00 eru foreldramorgnar í Glerárkirkju. Þar hittast foreldrar ungra barna og njóta samverunnar við aðra foreldra og börnin. Gott aðgengi er að safnaðarsal Glerárkirkju og auðvelt að láta barnavagninn standa nærri inngangi eða í forkirkjunni. Umsjón með foreldramorgnunum hefur sr. Arna ýrr Sigurðardóttir. Boðið er upp á morgunverðarhlaðborð á vægu verði. Einnig er hægt að kaupa fimm miða kort.