Fjórði sunnudagur í aðventu í Glerárkirkju

Sunnudagurinn 18. desember er fjórði sunnudagur í aðventu. Þann dag er mikið um dýrðir í Glerárkirkju. Klukkan ellefu er fjölskylduþjónusta með fjölbreyttri dagskrá og gengið í kringum jólatréð í lokin. Klukkan fjögur eru jólatónleikar Kórs Glerárkirkju og kórs eldri borgara ,,Í fínu formi" Við í Glerárkirkju vonumst til þess að sjá ykkur sem flest. Þá minnum við einnig á aðventusamveru eldri borgara, föstudaginn 16. desember klukkan þrjú.