Fjórði sunnudagur í aðventu - fjölskylduguðsþjónusta kl. 11:00

Fjölskylduguðsþjónusta verður í Glerárkirkju fjórða sunnudag í aðventu - 18. desember 2011. Lifandi marimbatónlist frá 10:45. Guðsþjónustan hefst kl. 11:00.  * Suzukinemendur frá Tónlistarskólanum á Akureyri leika nokkur lög á fiðlurnar sínar. * Marimbasveitin Mandísa heldur uppi fjörinu undir stjórn Ástu Magnúsdóttur tónmenntakennara. * Leikþáttur um hann Pésa sem langar að verða jólasveinn. * Mikill almennur söngur undir stjórn Marínu Óskar Þórólfsdóttur. * Sr. Arna og Pétur djákni sjá um dagskrána ásamt barnastarfsfólki. * Sunnudagaskólabörnum boðið að koma upp og prufa að vera "kór". * Litið inn í jólaguðspjallið og "Heims um ból" á sínum stað. * Gengið í kringum jólatréð í safnaðarsal í lokin. * Askasleikir kemur í heimsókn. PDF-skjal til útprentunar.