Fjölskyldumessa 12. febrúar kl. 11:00

Næstkomandi sunnudag 12. febrúar þá verður Fjölskyldumessa hér í Glerárkirkju. Þar sem Barna - og Æskulýðskór kirkjunnar mun syngja nokkur lög, við fáum að heyra söguna um Týnda soninn, syngjum að sjálfsögðu sunnudagaskólalög og endum stundina á vöfflukaffi.

Það verður glens og gaman og eru öll velkomin.