Fóroyar Landsorkestur spilar í Vesturkirkjuni í Færeyjum 26. mars sl.
Fóroyar Landsorkestur sem er blásarasveit unglinga frá Þórshöfn í Færeyjum er sérstakur gestur í
fjölskylduguðsþjónustu í Glerárkirkju næstkomandi sunnudag, 3. apríl kl. 11:00. Sveitin mun hefja leik kl. 10:45 fram að
guðsþjónustu kl. 11:00, taka tvö lög í guðsþjónustunni sjálfri og leika lokalagið.
Æskulýðskór Glerárkirkju leiðir söng undir stjórn Olgu Ásrúnar Stefánsdóttur. Undirleikari er Risto Laur. Sr. Gunnlaugur
Garðarsson og Pétur Björgvin Þorsteinsson þjóna. Þá munu fermingarbörn úr Giljaskóla taka virkan þátt og sjá um
stuttan helgileik.
Sjá einnig frétt á vef Akureyrar um tónleika á laugardagskvöldinu í Hofi.
Nálgast má messuskrá dagsins hér á vefnum sem
PDF-skjal.