Fjölskylduguðsþjónusta 15. mars

Fjölskylduguðsþjónusta verður í Glerárkirkju sunnudaginn 15. mars kl. 13:00. Þar mun Drengjakór Glerárkirkju koma fram undir stjórn Valmars Väljaots, fermingarbörn úr Glerárskóla munu flytja stuttan leikþátt, nemendur úr Tónlistarskóla Akureyrar flytja tónlist og kirkjugestum gefinn kostur á að kynnast afrakstri þemaviku fermingarbarna sem stóð yfir í vikunni. Sá hluti guðsþjónustunnar verður í umsjón Maríu Rehm, Önnu Lindner, Susanne Seitz og Katharinu Zwerger. Þeim til aðstoðar verður Sesselja Sigurðardóttir. Prestur í athöfninni er Arnaldur Bárðarson. Allir hjartanlega velkomnir.