Fjölskylduguðsþjónusta 1. sunnudag í aðventu

Á sunnudaginn kemur hefst aðventan. Í Glerárkirkju fögnum við upphafi hennar með fjölskylduguðsþjónustu kl. 11. Þar verður kveikt á 1. kerti aðventukransins og sungnir aðventusálmar. Barna- og æskulýðskórar kirkjunnar leiða sönginn. Einnig fáum við að heyra börn úr 2. bekk Síðuskóla flytja nokkur lög á blokkflautur. Prestur er Arna Ýrr Sigurðardóttir. Sunnudagaskólinn fyrir yngri börn er á sama tíma með sameiginlegu upphafi. Allir eru velkomnir.