Fjölskylduguðsþjónusta

Fjölskylduguðsþjónusta verður í Glerárkirkju á þriðja sunnudegi í aðventu, 16. desember kl. 11:00. Þar mun Marína Ósk Þórólfsdóttir ásamt aðstoðarkonu sinni Rósu Ingibjörgu Tómasdóttur stjórna söng Barnakórs Glerárkirkju og Æskulýðskórs Glerárkirkju. Sr. Gunnlaugur Garðarsson og Pétur Björgvin Þorsteinsson djákni þjóna. Brúðuleikhús sunnudagaskólans verður á sínum stað. Allir velkomnir.