Fjölbreytt starf hjá kvenfélaginu Baldursbrá

Kvenfélagið Baldursbrá hefur nú hafið starfsemi aftur að loknu sumarleyfi og ættu allar félagskonur að fá bréf með dagskrá félagsins í pósti á næstu dögum. Fundir félagsins eru á fimmtudagskvöldum kl. 19:30 samkvæmt dagskrá félagsins, en þau fimmtudagskvöld sem ekki er fundur, hittast félagskonur frá 19:00 til 21:00 á handavinnukvöldum sem eru opin öllum konum. Nánari upplýsingar um starf félagsins gefur formaður þess, Snjólaug Ósk Aðalsteinsdóttir í síma 462 1509. Í dagatali hér á síðunni má einnig sjá dagskrá hvers fimmtudags.