Fjölbreytt helgihald sunnudaginn 21. október

Sr. Guðmundur Guðmundsson er prestur í messu safnaðarins í Glerárkirkju sunnudaginn 21. október kl. 11:00. Kór Glerárkirkju syngur undir stjórn Valmars Väljaots. Barnastarfið verður á sínum stað í safnaðarsalnum. Þar verður Hermann á gítarnum og Dagný og Rakel segja sögur, sýna brúðuleikhús og annað sem tilheyrir skemmtilegum sunnudagaskóla. Um kvöldið er svo kvöldguðsþjónusta sem sr. Guðmundur leiðir ásamt Krossbandinu sem sér um söng og tónlist.