Fjölbreytt helgihald í dag, 18. nóvember

Dagurinn í dag hefst í Glerárkirkju kl. 11:00 með messu og barnastarfi. Sameiginlegt upphaf í messu safnaðarins þar sem Kór Glerárkirkju leiðir almennan söng. Að því loknu ganga börn og þeir foreldrar sem kjósa í sunnudagaskólann í safnaðarsalnum. Þar verður fjölbreyttur söngur, sögur sagðar, horft á brúðuleikhús og fleira til gamans gert. Í kvöld kl. 20:00 er svo guðsþjónusta með Krossbandinu. Prestur dagsins er sr. Gunnlaugur Garðarsson.