Fjölbreytt dagskrá á Akureyri á 17. júní

Að vanda er það skátafélagið Klakkur sem sér um hátíðarhöldin á Akureyri í samstarfi við Akureyrarstofu. Dagskráin er fjölbreytt og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Við í Glerárkirkju óskum Akureyringum öllum til hamingju með daginn og flotta dagskrá og hvetjum fólk til að taka virkan þátt í dagskránni án þess að gleyma að mæta í kaffisöluna í Glerárkirkju!

11:00 Hátíðarmessa í Akureyrarkirkju

12:45 - 13:30 Hátíðardagskrá í Lystigarðinum með heiðursverði, fánahyllingu, flottum söng Karlakórs Akureyrar-Geysis, hugvekju frá Pétri Björgvini djákna, hátíðarræðu frá Eiríki Birni bæjarstjóra og verðlaunaljóðum þeirra Þórönnu Lilju Steinke og Maliks Stefáns Turay.

13:30 Skrúðganga

14:00 - 17:00 Fjölskyldu og hátíðardagskrá með fjölbreyttri dagskrá fyrir börn og fjölskyldur.

14:30 Kaffisala kvenfélagsins Baldursbrár í Glerárkirkju

17:00 Sögusigling með Húna II

Og ýmislegt fleira, sjá nánar á vef Akureyrar:

21:00 - 01:00 Skemmtidagskrá á Ráðhústorgi