Fermingarstarfið hefst senn...

Nú fer fermingarfræðslan að hefjast og í næstu viku fá öll börn í ´99 árganginum með lögheimili í sókninni sent kynningarbréf um fermingarstörfin. Skráning hefst síðan í kjölfarið og hvetjum við foreldra og tilvonandi fermingarbörn til að skrá sig sem fyrst. Gert er ráð fyrir kynningarfundum um fermingarstörfin fimmtudaginn 6. september, þriðjudaginn 11. og miðvikudaginn 12. september, síðdegis eftir skólatíma.