Fermingarfræðslan hefst í dag

Fermingarfræðslan hefst í dag samkvæmt stundarskrá en langflest verðandi fermingarbarna hafa nú valið sér fræðslutíma og skilað skráningarblaði til presta kirkjunnar, en fræðslan er alfarið í höndum sr. Gunnlaugs Garðarssonar sóknarprests og sr. Örnu Ýrrar Sigurðardóttur, prests. Fyrsti tíminn er í dag kl. 13:30.

Sú venja hefur verið tekin upp í Glerárkirkju að börnin fylgja ekki sínum bekkjum í fermingarfræðslunni enda fermingarfræðslan hvorki hluti af stundarskrá skólanna né henni tengd. Farin er sú leið að boðið er upp á nokkra kennslutíma í hverri viku og velja börnin að höfðu samráði við foreldra einn tíma í viku og tilheyra þar með þeim fræðsluhópi.

Dagsferðir fermingarbarna á Löngumýri verða hefðbundnar og eru þær áætlaðar dagana 15., 16. og 18. október nk.

Stundarskrá og aðrar upplýsingar um fræðsluna má nálgast hér.