Fermingarfræðslan - frí í öskudagsvikunni

Vegna öskudagsins og frídaga í skólum í hverfinu verður engin fermingarfræðsla í Glerárkirkju þriðjudaginn 12. febrúar og miðvikudaginn 13. febrúar. Krakkarnir eru samt hvött til að muna eftir heimaverkefnunum og vonast er til að þau komi vel undirbúin í næsta fermingartíma, en kennsla hefst aftur samkvæmt stundarskrá þriðjudaginn 19. febrúar og miðvikudaginn 20. febrúar. Nánari upplýsingar um fermingarstörfin gefa prestar kirkjunnar, þau sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir (arna[hjá]glerarkirkja.is) og sr. Gunnlaugur Garðarsson (gunnlaugur[hjá]glerarkirkja.is).