Fermingarfræðslan er að hefjast!

Fermingarfræðslan hefst í næstu viku með kynningarfundi fyrir fermingarbörn. Krakkar í Glerárskóla eiga að mæta mánudaginn 10. september kl. 17, krakkar í Giljaskóla þriðjudaginn 11. september kl. 17 og krakkar í Síðuskóla miðvikudaginn 12 september kl. 17. Mikilvægt er að skila skráningarblöðunum sem fylgdu með heimsendu bréfi á þessa kynningarfundi. Ef einhver getur ekki mætt með sínum skóla, þá er velkomið að mæta á annan hvorn hinna tveggja kynningarfundanna. Fermingarfræðslan hefst síðan skv. stundaskrá vikuna 16. - 22. sept. nk.