Fermingarbörn úr Glerárskóla aðstoða við fjölskylduguðsþjónustu 6. febrúar

Næstkomandi sunnudag, 6. febrúar munu fermingarbörn úr Glerárskóla taka virkan þátt í helgihaldinu með upplestri og leikrænni tjáningu. Mæting til undirbúnings er kl. 10:00. Eftirfarandi minnismiði var afhentur krökkunum í dag og í gær:

Fjölskylduguðsþjónusta sunnudaginn 6. febrúar 2011 í Glerárkirkju

Næstkomandi sunnudag, 6. febrúar munu fermingarbörn úr Glerárskóla taka virkan þátt í helgihaldinu með upplestri og leikrænni tjáningu. Tilgangur þessarar þátttöku þeirra er að gefa þeim tækifæri til að standa fyrir framan hóp fólks í kirkjunni áður en kemur að fermingarathöfninni sjálfri. Það er von okkar í Glerárkirkju að sem flest barnanna sjái ser fært að mæta og biðjum við foreldra að styðja þau í þeirri viðleitni sinni. Mæting er á efri hæð kirkjunnar klukkan tíu á sunnudagsmorgninum næsta, 6. febrúar. Hlutverkin eru einföld og upplestur afmarkast af nokkrum setningum þannig að ekki er ætlast til að neinn æfi sig heima, heldur skiptum við hlutverkum og æfum á þessum klukkutíma fram að fjölskylduguðsþjónustunni. Því er mjög mikilvægt að allir sem geta tekið þátt mæti stundvíslega klukkan tíu. Fjölskylduguðsþjónustan er svo klukkan ellefu og vonumst við til að sjá foreldra þar.

Nánari upplýsingar gefur Pétur Björgvin, netfang petur[hjá]glerarkirkja.is / farsími 864 8451.