Fermingarbörn og foreldrar boðuð til messu á sunnudaginn, 16. september

Næsta sunnudag verður messa kl. 11. Það er fyrsta messa vetrarins með þátttöku fermingarbarna og foreldra þeirra, en hluti af fermingarfræðslunni er að mæta í messur á sunnudögum. Ungt fólk úr æskulýðsstarfinu tekur virkan þátt í messunni. Við bjóðum öll fermingarbörn velkomin með foreldrum sínum og bjóðum upp á létt spjall fyrir foreldra í safnaðarsal að messu lokinni. Vonandi sjá sem flestir sér fært að mæta.