Fermingar 2014

Fermingin er stór viðburður í lífi hvers einstaklings og fjölskyldu hans og skiljanlegt að margir vilji skipuleggja slíkar fjölskylduhátíðir með góðum fyrirvara. Það hefur verið okkur gleðiefni í Glerárkirkju í gegnum árin að allt að 97% barna úr hverjum árgangi hefur kosið að fermast í Glerárkirkju og vonumst við til þess að þegar kemur að börnum fæddum árið 2000 verði hlutfallið áfram hátt. Hér á eftir má sjá hvaða daga verður fermt í Glerárkirkju vorið 2014.

5. apríl 2014, laugardagur, Giljaskóli - Sá bekkur sem er fyrr í stafrófinu, ef um tvo bekki í árgangi er að ræða
6. apríl 2014, sunnudagur, Glerárskóli - Sá bekkur sem er fyrr í stafrófinu, ef um tvo bekki í árgangi er að ræða

12. apríl 2014, laugardagur, Glerárskóli - Sá bekkur sem er seinna í stafrófinu, ef um tvo bekki í árgangi er að ræða
13. apríl 2014, Pálmasunnudagur, Síðuskóli - Sá bekkur sem er fyrr í stafrófinu, ef um tvo bekki í árgangi er að ræða

(20. apríl er páskadagur)

26. apríl 2014, laugardagur, Síðuskóli - Sá bekkur sem er seinna í stafrófinu, ef um tvo bekki í árgangi er að ræða
27. apríl 2014, sunnudagur, Giljaskóli - Sá bekkur sem er seinna í stafrófinu, ef um tvo bekki í árgangi er að ræða

31. maí 2014 aukaferming.

ATH: Allar fermingarathafnir í Glerárkirkju eru klukkan hálf tvö (13:30).

Öllum sem kjósa að fermast í Glerárkirkju er frjálst að velja hvaða fermingardag sem er, en til hægðarauka höfum við þann háttinn á að skipta dögunum upp eftir skólum. Ekki er hægt á þessum tímapunkti að skipta upp eftir bekkjum því ekki liggur fyrir fyrr en í ágúst 2013 hversu margir bekkir eru í hverjum skóla og hvaða nöfn þeir bekkir bera. Alla jafna er hafður sá háttur á að bekkurinn sem er fyrr í stafrófsröð fermist á fyrri fermingardegi viðkomandi skóla (Dæmi: Ef í Síðuskóla væru tveir bekkir, 8.DE og 8.ÞÆ, þá væri 8.DE á fyrri fermingardegi Síðuskóla).

Frekari upplýsingar um fermingarfræðsluna og fyrirkomulag ferminga birtast eftir því sem nær dregur á upplýsingasíðu um fermingar.