Fermingarbörn ganga í hús að safna fyrir vatnsverkefni í Afríku

Síðasti söfnunardagur fermingarbarnanna er mánudaginn 11. nóvember kl. 17:30 - 21:00. Söfnunin er þáttur í starfi Hjálarstarfs kirkjunnar og margar kirkjur á landinu taka þátt í því. Þau fermingarbörn sem vilja taka þátt í söfnunni mæta í Glerárkirkju kl. 17:30 á mánudaginn. Hér með eru foreldrar og forráðamenn minnt á þessa söfnun en meðfylgjandi bréf var sent með fermingarbörnunum í síðustu viku. Söfnuðurinn er beðin að taka vel á móti þeim.

Bréf til foreldra fermingarbarna um söfnun þeirra.