Fagnaðarhátíð í Glerárkirkju

Á vef Þjóðkirkjunnar má finna í dag frásögn af vígsluhátíð Glerárkirkju. Þar er meðal annars vitnað í prédikun biskups sem sótti Glerárkirkju heim um helgina af þessu tilefni: ,,Vakið. Kæri söfnuður. Haldið vöku ykkar gagnvart öllu því er ykkur er trúað fyrir í þessu húsi. Haldið vöku ykkar gagnvart því starfið er hér fer fram. Haldið vöku ykkar gagnvart lífi ykkar og náunga ykkar. En fyrst og fremst haldið vöku ykkar gagnvart Orði Guðs sem aldrei líður undir lok hvernig svo sem allt velkist í heimi hér."

Skoða frétt á kirkjan.is.