Evrópuráðið og hið fjöltrúarlega umhverfi

Eitt af þeim verkefnum sem Evrópuráðið hefur einbeitt sér að hin síðustu ár snýr að trúarlegu víddinni í fjölmenningarsamfélaginu. Það er vilji Evrópuráðsins að auka umræðu um og rannsóknir á hinu fjöltrúarlega umhverfi sem fær sífellt meira vægi í stjórnmálum, menntamálum og samfélagi fólks um allan heim. Verkefni sem þetta felur ýmsar áskoranir í sér enda snýr það að heimsmynd fólks, trúarlegum og siðferðislegum gildum þeirra. Afrakstur þessarar vinnu er meðal annars bók sem kom út undir ritstjórn John Keast á síðasta ári og nefnist ,,Religious diversity and intercultural education: a reference book for schools." Lesendur glerarkirkja.is eru hvattir til að lesa kynningu á bókinni sem nálgast má á netinu (pdf-skjal, 498 kb). Smellið hér til að lesa kynninguna. (Pétur Björgvin skráði 22. júní 2008)