Mistök með auglýsingu á sunnudagaskólanum

Því miður gleymdist að setja inn upplýsingar um sunnudagaskólann í Dagskrána eins og venjan er.Við biðjumst afsökunar á þessum mistökum. Það mættu samt nokkur börn sem voru hress og kát og hlustuðu á sögu um Bartímeus blinda og auðvitað Rabba og Mýslu. Sunnudagsskóli verður alla sunnudaga nema þegar fjölskylduguðsþjónusta er. Næsta sunnudag 2. febrúar er fjölskylduguðsþjónusta. Sjáum þá!