Næturmessa þann 24. desember kl. 23

Verið velkomin til kirkju á jólanóttina. Þegar búið er að borða og opna pakka er yndislegt að koma saman og syngja jólalög og sálma í góðum félagsskap.
Sr. Sindri Geir þjónar við stundina, Rannvá Olsen, Siggi Ingimars og Heimir Ingimars leiða jólasöng og auðvitað mega öll taka undir í söngnum eins og venja er á jólanóttina.