Enginn er verri þó vökni

Krakkarnir úr Síðuskóla létu það ekki aftra sér að sólin hefði horfið á bak við ský. Þau létu ekki nægja að vera mætt í sumarbúðir við Hólavatn heldur skelltu þau sér í bókstaflegri merkingu orðsins í Hólavatn. Reyndar létu sum sér nægja að sitja í bátunum en stór hluti þeirra 17 krakka sem þáðu boð Glerárkirkju um ferð á Hólavatn óðu og syntu í vatninu. Tíminn við, á og í Hólavatni var fljótur að líða og kannski lítið sofið af því að ferðin var "of stutt" að mati krakkanna.

Í og á Hólavatni