Dvöl mín á Íslandi

Maike Schäfer hefur verið sjálfboðaliði í Glerárkirkju og á leikskólanum Síðuskóla frá því í lok ágúst á síðasta ári. Verkefnið er styrkt af Evrópu Unga Fólksins, en Glerárkirkja hefur verið viðurkenndur móttökuaðili innan Evrópu Unga Fólksins frá því á árinu 2005. Við báðum Maike að segja aðeins frá dvöl sinni. (English below) Nú hef ég þegar verið í sjö mánuði hér á landi. Það er meira en hálft ár og tíminn virðist þjóta... Eftir þrjá mánuði kveð ég Ísland og held til baka til Þýskalands.
Ég kann vel við hlutverk mitt og verkefnið hér. Á leikskólanum hef ég lært mikið í íslensku og eignast marga ,,litla" vini =) Það er hreint frábært að fá að upplifa að krakkarnir tala sífellt meira og meira við mig. Ég held að það verði mjög erfitt að kveðja þau. Hópastarfið í kirkjunni og önnur verkefni sem ég sinni þar eru líka ágæt og ég hef kynnst nýjum aðferðum til þess að gera hlutina.
Ég hef meðal annars kynnst íslenskri menningu í gegnum íslenskan mat og íslenskar hefðir. Ég syng gjarnan íslensk lög, þau hljóma afskaplega fallega í mínum eyrum.
Landslagið og umhverfið hér á Íslandi er einstaklega fagurt. Ég nýt hverrar sólarstundar nú þegar dag er tekið að lengja eftir dimman vetur. Ég vona að vorið sé að koma =) Í vetur og um jólin þegar myrkrið var sem mest átti ég erfitt með að læra hvernig ég gæti tekist á við þessar aðstæður. En um leið var það ný reynsla. Það var ótrúlegt hve snjórinn var mikill.
Ég vona að vorið verði gott með góðu veðri því mig langar að kynnast Íslandi frekar. Ég hlakka til þegar allt fer að grænka og ég hef tök á því að ferðast.
Tíminn hér á landi hefur verið mér mjög dýrmætur og ég hef lært margt nýtt í gegnum það að vera hér og búa hér. Það hefur verið góð reynsla að takast sjálf á við eigið heimilishald og nýjar, stundum erfiðar aðstæður. Þetta er sannarlega tími og hluti af lífi mínu sem ég hefði ekki viljað sleppa.
Nú reyni ég að njóta hverrar stundar þar til ég þarf að kveðja og ætla að ná sem mestu út úr dvölinni ... =)
Ég er þakklát fyrir að fá að vera hér.

My time in Iceland
Now I am here already 7 months that´s more than half a year and time is just running at the moment… In three months I will leave Iceland again and will go back to Germany.
I really like the work and my project here. In the kindergarten I have learned a lot Icelandic and found a lot of new “little” friends =) It is so great to see how the children are talking more and more with me and I think it will be very hard for me to leave them and say goodbye. The groups and tasks at the church are also nice and I learned new methods and ways to do things.
Eating typical traditional Icelandic food and getting to know old customs put me deeper into the Icelandic culture. I also like to sing songs in Icelandic and for me it sounds very beautiful.
The landscape and surrounding here in Iceland is very beautiful, I enjoy every little sunshine now after the long and dark winter time and hope spring is coming now =) in the winter and Christmastime when it was dark it was something I had to learn how to deal with but then it was no problem and a new experience. It was amazing to have so much snow…
I hope I can have a nice spring here and good weather so that I can see some more things in Iceland and I am looking forward that everything is getting green again and that I can travel a little bit.
The time here in Iceland was/is a valuable time for me and I have learned a lot of things like being and living on my own and how to deal with new and, unknown and sometimes difficult things. It is definitely a time and part of my life I don´t want to miss.
Now I will try to enjoy my time here until the end and get as much out of it as possible… =)
I am thankful that I can be here!