Dagur kærleiksþjónustunnar á sunnudaginn

Sunnudagurinn 18. september er dagur kærleiksþjónustunnar. Af því tilefni verður vetrarstarfið í Glerárkirkju kynnt og það gert að sérstöku fyrirbænaefni dagsins. Sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir og sr. Guðmundur Guðmundsson þjóna, Pétur Björgvin Þorsteinsson djákni, prédikar. ATH: Barnastarf á sama tíma, sameiginlegt upphaf í messu.