Dagskrá september mánaðar

Nú er allt að fara af stað hjá okkur í kirkjunni. Með haustinu fara hlutirnir að gerast, rútínan góða bankar upp á og föstu liðirnir í starfi finna sinn farveg.
Barnastarfið okkar mun hefjast með eðlilegum hætti núna í upphafi september, auk þess sem miðvikudagsstundirnar verða á sínum stað. Eldriborgarastarfið mun liggja í dvala í bili vegna samkomutakmarkana og COVID19, en foreldramorgnar hefjast á nýjan leik. Við biðjum þess að allt geti komist á eðlilegt ról sem fyrst svo að við getum öll komið saman, áhyggjulaus.