Dagskrá Glerárkirkju í apríl

Nú ganga kyrravika og páskarnir í garð. Hér í norðri birtist upprisan okkur ljóslifandi í hækkandi sól, vorboðunum, náttúrunni allri sem fer að vakna af dvala og birtir sigur lífsins yfir dauðanum. Upprisan á sér líka stað innra með hverju og einu okkar. Í kyrruviku er boðið upp á fjölbreyttar stundir sem leiða okkur í gegnum páskasöguna og gefa færi á að tengja eigið líf við upprisuboðskapinn.

 

2. apríl - Pálmasunnudagur
Kl. 11:00 - Sunnudagaskóli.
Kl. 11:00 - Fermingarmessa.


6. apríl - Skírdagur
Kl. 20:00 - Kvöldmessa.

Að kvöldi skírdags komum við saman til messu, eins og Jesú og vinir hans komu saman til kvöldmáltíðar göngum við að borði Drottins og deilum máltíð.
Í lok stundar er altarið afskrýtt og kirkjurýmið ber þess merki að myrkur föstudagsins langa nálgast.

Sr. Helga Bragadóttir þjónar við stundina, félagar úr kór Glerárkirkju leiða söng undir stjórn Petru Bjarkar Pálsdóttur.


7. apríl - Föstudagurinn langi
Kl. 20:00 - Kvöldmessa.

Að kvöldi föstudagsins langa leiðir sr.Magnús Gunnarsson rólega stund þar sem píslarsagan er lesin og litanían sungin.
Kirkjan verður myrkvuð og í gegnum helgihaldið, bæn, söng og lestur tökum við á móti merkingu þessa dags.
Valmar Väljaots og Kór Glerárkirkju sjá um tónlistarflutning.


8. apríl - Páskavaka
Kl. 23:00 - Næturmessa.

Aðfaranótt páska komum við saman, kveikjum bál fyrir utan kirkjuna og tendrum páskaljósið sem fær að lýsa okkur fram að aðventu.
Í stundinni íhugum við út frá ritningarlestrum og tökum með táknrænum hætti þátt í þeirri endurnýjun sem páskadagur boðar.
Við förum frá myrkrinu inn í ljósið og undirbúum okkur undir það að taka á móti páskamorgni. Stundinni sjálfri lýkur um eða fyrir miðnætti.
Sr. Sindri Geir og sr. Helga Bragadóttir leiða stundina með góðum hópi meðhjálpara og Valmari Väljaots organista.

9. apríl - Páskadagur
Gleðilega páska!
Verið velkomin til hátíðarmessu að morgni páskadags, Kristur er upprisinn.
Kl. 9:00 eigum við ljúfa hátíðarstund þar sem við fögnum uppristunni.
kl. 9:50 er morgunverður í safnaðarheimili kirkjunnar.
Kl. 10:00 er páskasunnudagaskóli með páskaeggjaleit.
Sr. Sindri Geir leiðir hátíðarmessuna með Valmari Väljaots og Kór Glerárkirkju.

 

16. apríl- Sunnudagur
Kl. 11:00 – Fjölskyldumessa!
Verið velkomin til skemmtilegrar morgunstundar þar sem barna- og æskulýðskórarnir undir stjórn Margrétar Árnadóttur sjá um tónlistina. Eydís, Tinna og Sr. Helga leiða samveruna.

20. apríl – Sumardagurinn fyrsti
Kl. 11:00 - Skátamessa.
Skátafélagið Klakkur og Glerárkirkja halda saman utan um stundina.
Sr. Sindri Geir þjónar.

22. apríl - Laugardagur
Kl. 11:00 – Fermingarmessa.

23. apríl - Sunnudagur
Kl. 11:00 – sunnudagaskóli.
Eydís og Tinna leiða skemmtilega morgunstund í Safnaðarheimili kirkjunnar.

Kl.11:00 – Innsetningarmessa
Sr. Jón Ármann prófastur setur
sr. Helgu Bragadóttur í embætti prests Glerárkirkju. Kórinn leiðir söng undir stjórn Valmars Väljaots.

30. apríl - Sunnudagur.
Kl.11:00 – Sunnudagaskóli.
Eydís og Tinna leiða skemmtilega morgunstund í Safnaðarheimili kirkjunnar.

Kl.11:00 – Plokkmessa!
Við tökum þátt í stóra plokkdeginum og hjálpumst að við að undirbúa nærumhverfi okkar undir vorið ef veður leyfir.
Sr. Helga Bragadóttir leiðir helgistund í kirkjunni, Kór Glerárkirkju syngur undir stjórn Valmars Väljaots. Svo göngum við um hverfið og getum endað í kaffi og kleinum í kirkjunni.