Búddhistar og kristnir skrifa gegn rótbundinni græðgi

Hjá Lútherska heimssambandinu er komin út áhugaverð bók sem er afrakstur þvertrúarlegs samtals milli Lútherana og Búddhista. Í bókinni er fjöldi greina eftir fræðimenn og trúarleiðtoga. Meginstef bókarinnar er að kreppan sé tilkomin af rótbundinni græðgi.

Ristjóri bókarinnar er dr. Martin Sinaga en hann starfar einnig sem prestur. Höfundar greinanna í bókinni eru trúarleiðtogar eða fræðimenn, annað hvort úr röðum Búddhista eða úr lútherskum kirkjum eða söfnuðum víða að úr heiminum.

Bókin er góður vitnisburður um þann samfélagslega ávöxt sem þvertrúarlegt samtal getur leitt af sér. Í bókinni er bent á að í báðum trúarbrögðunum má finna andlegar leiðir til þess að fá nýtt sjónarhorn á kreppuna.

Hægt er að panta eintök af bókinni með því að senda tölvupóst á Mercedes Restrepo, fulltrúa hjá Lútherska heimssambandinu. Netfangið hennar er Mercedes.Restrepo [hjá] lutheranworld.org. Enskur titill bókarinnar er:

A Common Word, Buddhists and Christians Engage Structural Greed.