Breytingar í sóknarnefnd

Á aðalsafnaðarfundi sunnudaginn 22. maí síðastliðinn fóru fram kosningar í sóknarnefnd. Kosið er í sóknarnefnd annað hvort ár, en til fjögurra ára í senn. Er þetta gert til þess að skapa ákveðinn stöðugleika í sóknarnefndum almennt. Níu manns eru í aðalnefnd, níu í varanefnd í Lögmannshlíðarsókn, en stærðir sóknarnefnda fara eftir meðlimafjölda hverrar sóknar.

Á fundinum var Önnu Grétu Baldursdóttur, Birnu Möller, Gunnhildi Helgadóttur, Ingunni Pálsdóttur og Helga Teiti Helgasyni þökkuð góð störf í þágu sóknarinnar, en þau létu öll af embætti í sóknarnefnd í þetta sinn.

Nýja sóknarnefnd skipa nú:

Aðalmenn (kjörnir 2009):
Björn Ingimarsson (gjaldkeri)
Svanhildur Bragadóttir (ritar)
Tómas Sævarsson

Aðalmenn (endurkjörnir):
Gunnar Gíslason (formaður)
Hólmfríður Sigurðardóttir
Jón Birgir Guðmundsson
Stefán Ívar Hansen

Aðalmenn (nýjir inn):
Baldur Dýrfjörð
Erna Gunnarsdóttir

Varamenn (kjörnir 2009):
Ester Lára Magnúsdóttir
Hermann Jónsson
Ingvar Þóroddsson
Óttar Már Ingvarsson

Varamenn (endurkjörnir):
Jóhann Ragnarsson
Jóhann Þorsteinsson

Varamenn (nýjir inn):
Eva Úlfsdóttir
Jóhann Ingason
Vilhjálmur Kristjánsson

Þegar sóknarnefnd heldur sinn fyrsta fund í framhaldi af aðalsafnaðarfundi skiptir nefndin með sér verkum, ekki er kosið sérstaklega í ákveðin embætti sóknarnefndar.