Biskup: Vegið að öryggi þjóðarinnar

Í nýárspredikun sinni í Dómkirkjunni í Reykjavík, lagði biskup Íslands, frú Agnes M. Sigurðardóttir áherslu á mikilvægi trúarinnar fyrir alla. Hún ræddi efnahagsvanda heimsins og sagði það umhugsunarefni hvers vegna svo hafi farið í hinum vestræna heimi allsnægtanna. Þá gerði hún vanda Landspítalans að umtalsefni og sagðist telja stöðuna það alvarlega að vegið væri að öryggi þjóðarinnar.

Hægt er að hlusta á prédikun biskups á trú.is.

Einnig má horfa á nýárskveðju biskups á biskup.is.