Biskup sæmdur stórkrossi

Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, sæmdi í dag frú Agnesi M. Sigurðardóttur biskup stórkrossi við athöfn á Bessastöðum. Orðustig Hinnar íslensku fálkaorðu eru fimm talsins. Fyrsta stig orðunnar er riddarakrossinn og eru flestir orðuþegar sæmdir honum. Annað stig er stórriddarakross, þriðja stig stórriddarakross með stjörnu, fjórða stig er stórkross, en æðsta stig fálkaorðunnar er keðja ásamt stórkrossstjörnu en hana bera einungis þjóðhöfðingjar. Stórkross fálkaorðunnar er sjaldan veittur.

Sjá einnig á mbl.is.