Birtingamyndir ofbeldis

Jafnréttisstofa, Rannsóknamiðstöð gegn ofbeldi og Háskólinn á Akureyri bjóða upp á ráðstefnu um birtingamyndir ofbeldis-afleiðingar og úrræði í HA föstudaginn 11. maí nk. Dagskrá ráðstefnunnar er metnaðarfull en leitast var við að fá framsögufólk og sérfræðinga af ólíkum sviðum samfélagsins til að fjalla um aðkomu þeirra, rannsóknir og helstu þætti sem skoða þarf til að auka þekkingu og úrræði í þessum málaflokki. Sjá nánar á http://www.unak.is/radstefnur.