Biblíublanda á Amtsbókasafninu

Í tilefni 200 ára afmælis Hins íslenska biblíufélags, sem er elsta starfandi félag á Íslandi, bjóða Amtsbókasafnið og Hið íslenska biblíufélag upp á dagskrá laguardaginn 16. maí n.k. á Amtsbókasafninu. Opnuð verður biblíusýning í tilefni afmælisársins. Dagskráin hefst kl. 13 og samanstendur af barnastund, fyrirlestur um sögu og starf biblíufélagsins og leiðsögn um biblíusýninguna. Verið innilega velkomin!