Biblían og bókstafurinn

,,Að smætta kristni í bókstafstrú og tefla henni gegn manneskjunni, vinnur gegn eðli hennar og er til skaða í samfélaginu. Auglýsingin um helgina minnir okkur á það." segja prestarnir Árni Svanur Daníelsson og Kristín Þórunn Tómasdóttir m.a. í pistli í dag í Fréttablaðinu og á trú.is. Þar benda þau á að: ,,Kristin manneskja byggir ekki trú sína á bókstöfum og lögmáli, heldur fyrirheitinu um frelsi og ást Guðs, eins og það birtist í Jesú frá Nasaret."

Lesa pistil á trú.is.