Barnastarf og messa kl. 11:00 næstkomandi sunnudag

Sunnudaginn 1. mars næstkomandi er barnastarf og messa í Glerárkirkju kl. 11:00. Sameiginlegt upphaf er í messunni, en þegar kemur að síðasta sálmi fyrir prédikun þá fara börnin og þeir foreldra sem kjósa yfir í safnaðarsalinn þar sem barnastarfið heldur áfram. Sr. Arnaldur Bárðarson þjónar í messunni, Hjörtur Steinbergsson er organisti og félagar úr Kór Glerárkirkju leiða söng. Barnastarfið er í umsjón Valmars, Péturs, Sædísar og Kolbráar. Allir velkomnir.