Barna og æskulýðsstarf kirkjunnar hefst á ný

Samhliða slökunum á samkomubanni og þeim breytingum sem verða 4. maí á reglum um tómstundastarf barna getum við hafið barna og æskulýðsstarfið okkar aftur.

Við viljum bjóða upp á starf í maí til að ljúka þessum vetri vel og gefa krökkunum færi á nokkuð eðlilegum maí mánuði.

Út maí mánuð verður eftirtalið barna og æskulýðsstarf í boði.

Glerungar (6-9 ára) – mánudaga kl.14:00-15:30
TTT (10-12 ára) – fimmtudaga kl. 14:00-15:30
Barnakór Glerárkirkju (2-4 bekkur) – þriðjudaga kl.15-16
Æskulýðskór Glerárkirkju (5-10 bekkur) – þriðjudaga kl.16-17:30
Æskulýðsfélagið UD-Glerá (8-10 bekkur) í Sunnuhlíð 12, Félagsheimili KFUM&K – fimmtudaga kl. 19:30-21:30

Messur, sunnudagaskóli og aðrar samkomur mega hefjast 17. maí og verða auglýstar síðar.